Hér má sjá myndina
Rvík 13. sept. 1913. Kæra mákona! Bestu þekkir fyrir bréfin 2, frá 27. f.m. 10. þ.m. og myndina Ríkarðs, sem mér þykir vænt um og sem hangir nú innrömmuð inni í stofu. Með Hildu mína hagar þú þér alveg eins og þér er hentast, því auðvitað stendur mér ekki á neinu, hvort hún kemur nokkrum dögum fyrr eða seinna. Hefði Aldrei haldið að eins "syndaralið" væri hér í bænum ; aðeins einn einasti "perfet" syndari og hann ryðgaður hjá G.G. má senda aftur, ef ekki passar. Þá er Rv. hreinsuð af slíku dóti. Þing á víst að slíta í dag. Stjórnarskrásamþykt grantbera með korsningaréttinn. Þingið ekki eins gagnlaust og út leit um tíma. Skal senda þér bréfspjald, þegar þau koma til bæjarins, því fleira vantar hér en "syndara". Reyni þó að snúa Oliver gamla aftur við. Með kærustum kveðjum til ykkar allra og óskum besta. Þinn einl. S.P. Sívertsen