Svana, Jóhanna, Jónína og Jósef Þorgeirsbörn
Við afhjúpun á minnisvarða um Þorgeir Jósefsson fyrrverandi bæjarfulltrúa og heiðursborgara Akraness. Þetta er brjóstmynd sem unnin var af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara, en styttuna fékk Þorgeir að gjöf frá starfsmönnum Þorgeirs & Ellerts á 60. ára afmæli sínu 1962. Börn hans standa við styttuna. Minnisvarðinn stendur á horni Merkigerðis og Kirkjubrautar. Frá vinstri: Svana Þorgeirsdóttir (1943-), Jóhanna Jóreiður Þorgeirsdóttir (1930-2006), Jónína Sigríður Þorgeirsdóttir (1934-2020) og Jósef Þorgeirsson (1936-2008)
Efnisflokkar