Fjallið Strákar
Strákar eða Strákafjall er fjall yst á Tröllaskaga, á milli Úlfsdala og Siglufjarðar. Nafnið mun vera afbökun úr Strókafjall eða Hvanneyrarstrókar en bergstrýtur uppi á norðurenda fjallsins munu vera hinir eiginlegu Strákar eða Strókar. Nyrsti tindurinn kallast Strákahyrna (Strókahyrna). Hátindur fjallsins heitir Skrámuhyrna en syðst er Hvanneyrarhyrna. Upphaflega mun fjallið þó hafa kallast Fljótahorn en þegar sýslumörkum var breytt þannig að þau lágu ekki lengur um fjallið hvarf það nafn. Texti af Wikipedia.
Efnisflokkar