Bóluþang vex eingöngu í fjörum og er algengt við strendur Evrópu allt frá Norður Rússlandi, Grænlandi, Íslandi, Asoreyjar og niður til Madeira, Marokkó og Kanaríeyja. Við Atlantshafsströnd Norður-Ameríku frá Ellesmere-eyju, Hudsonflóa og til Norður-Karólínu. Bóluþang vex um miðbik fjörunnar mest í hnullunga- og klapparfjörum og best ef þær eru skjólgóðar, oft í sambýli við klóþangið (Ascophyllum nodosum) í klóþangbeltinu. Það er þó ekki eins útbreitt og klóþangið og virðist frekar verða undir í samkeppni við það. Það sést vel á því að þar sem klóþang hefur verið skorið í stórum stíl til vinnslu, tekur bóluþangið oftast svæðið yfir en virðist svo hopa aftur þegar klóþangið vex smámsaman upp aftur en það gerist á löngum tíma þar sem vöxtur klóþangsins er svo hægur. Texti af Wikipedia