Baldursbrá á Akranesi
Baldursbrá (Matricaria maritimum eða Tripleurospermum maritimum) er blóm af körfublómaætt sem ber hvít blóm og vex gjarnan í fjörusandi, á malarbornum hlöðum og í nágrenni við þéttbýli. Baldursbrá er algeng um alla Norður-Evrópu. Blómið verður að jafnaði 20 til 60 sm á hæð og ber auðþekkjanleg, hvít krónublöð. Körfurnar eru 3 til 5 cm í þvermál. Stöngullinn og greinarnar eru gáraðar og blöðin fjaðurskipt. Þau hafa mörg smáblöð. Baldursbrá líkist hlaðkollu, sem þó er ekki með hvít krónublöð, og freyjubrá sem er með fjaðursepótt og tennt blöð en ekki fjaðurskipt. Króna freyjubrár er þó mjög lík krónu baldursbrár. Texti af wikipedia
Efnisflokkar
Nr: 34673
Tímabil: 2000-2009