Horft til vesturs um 1930

Horft í vestur til núverandi Bakkatúns frá Litla-Teig, húsi Björns Hannessonar sem stóð við núverandi Háteig. Fyrst t.h. séð frá Litla-Teig er Halldórshús sem mun hafa brunnið 1962. Hægra megin við Bakkatúnið er Hoffmannshús með versluninni Frón næst ljósmyndara. Hér var síðar rekið Hótel Akranes sem brann 1946. Handan Hoffmannshúss sér í geymslu og um leið íbúðarhús sem tengdist Hótel Akranesi. Þar bjó Sveinbjörn Oddsson og fjölskylda um sinn, líklega um það leyti sem Guðmundur sonur hans var rekstraraðili að hótelinu. Næst vestur af er Böðvarshús og verslunarhús Böðvars Þorvaldssonar, og síðan sést gaflinn á Deildartungu vel og fjær er Bakki. Fjærst sést í slippinn á Grenjum. Hér sést einnig Lambhúsasund og Vesturflös sem ber milli Litla-Teigs og Halldórshúss. Garðveggurinn umhverfis lóðina við Haraldarhús sést t.h. - hérna megin við Vesturgötuna. Sama mynd á haraldarhus.is nr 1772

Nr: 37668 Ljósmyndari: Magnús Ólafsson Tímabil: 1930-1949