Í Steinsvör

Bryggjan í Steinsvör sem var fyrsta mannvirkið á Akranesi sem byggt var fyrir opinbert fé. Það var Ytri-Akraneshreppur sem árið 1907 lét byggja með steinsteyptum stöplum fram í vörina á sama stað og bjálkabryggja Thors Jensen stóð áður. Guðmundur Þorbjarnarson steinsmiður á Akranesi sá um byggingu bryggjunnar. Hús fremst á myndinni frá vinstri: Fiskhúss Lofts Loftssonar og Þórðar Ásmundssonar (stóð neðst við Suðurgötu á ofanverðu horni Bárugötu), fyrir aftarn er Miðteigur/Guðrúnarkot, Hvíta húsið (Ármannshús) stóð næst fjörunni, Akur (bggt árið 1873 ónýtt 1962) og Heimaskagi (byggt árið 1905 ónýtt árið 1944)

Nr: 32426 Ljósmyndari: Ólafur Magnússon Tímabil: 1900-1929