Bakkasandur við Lambhúsasund um 1895

Um 1895, verslunarhús á Akranesi. Í stóra timburhúsinu fyrir miðju var Thomsensverslunin, fyrsta verslunin á Akranesi. Húsið stóð vestarlega við núverandi Bakkatún. Þar mun hafa verið verslað á árunum 1873 – 1907. Íbúðarhúsið með kvistinum, t.h. við Thomsensverslun, mun vera húsið Bakki og sumarbryggjan sem sést liggja niður úr fjöruborðinu og niður í sjó tilheyrði Böðvari Þorvaldssyni og verslunarhúsnæði hans við Lambhúsasund. Myndin er tekin af núverandi Bakkatúni við Lambhúsasund í átt að Grenjum þar sem síðar varð m.a. athafnasvæði "Þorgeirs og Ellerts". Fyrstu bryggjurnar á Akranesi voru byggðar við Lambhúsasund. Kaupmennirnir Þorsteinn Guðmundsson og Snæbjörn Þorvaldsson byggðu hvor sína bryggjuna framan við verslunarhús sín á árunum 1872 til 1880. Voru það bjálkabryggjur sem ekki mun hafa náð langt í sjó fram og vour teknar upp á haustin því þær þoldu illa vond veður. Thor Jensen keypt land við Steinsvör og reisti þar bjálkabryggju árið 1895. Böðvar Þorvaldsson keypti þá bryggju og flutti yfir í Lambhúsasund þegar Thor flutti búferlum til Reykjavíkur 1899. Sömu mynd er að finna á haraldarhus.is nr. 1759 og hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Efnisflokkar
Nr: 29248 Ljósmyndari: Magnús Ólafsson Tímabil: Fyrir 1900