Akranes

Ívarshúsaklettar eru lengst til vinstri og Ívarshúsavör vestan við þá. Ferjubryggjan kemur út frá tanganum framan við Ívarshús, síðan er sementsbryggjan austar. Klettarnir framan við bakkann voru reyndar allir kallaðir Ívarshúsaklettar og enduðu inn við Leirgróf, hún var neðan við bílaverkstæði Daníels Friðrikssonar, sem þarna ber í Hafnarfjall, þar endaði Langisandur. Vegur var niður á enda Langasands milli Svanahlíðar og Leirdals, þau hús eru bæði horfin, en næstu hús ofan og neðan við veginn standa enn við Suðurgötu. Verksmiðjan var öll byggð fyrir framan bakkann, skrifstofuhúsið á klettunum og efnisgeymsluhúsið í sjó fram þannig að sæta þurfti sjávarföllum við gerð undirstaðanna. ------------------------- Nafn myndar var áður: "Mynd af horfinni strandlengju".

Efnisflokkar
Nr: 7947 Ljósmyndari: Haraldur Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 hab00083