Breiðin á Akranesi

Bærinn á Breiðinni um 1916 Séð úr vitanum yfir Breið, Partana og neðsta hluta Skagans. Steinhlaðin braut lá niður að vitanum á flösinni, fiskreitir voru austan við hana og bæinn, upp af Breiðarklettum. Norðarn við þá eru Skarfatangi og Skarfavör en vestan við hana Bræðraparts- og Sýrupartsklettar norður að Steinsvör. Íbúðarhús og stakkstæði á Breiðinni. Breiðarbærinn fremst fyrir miðju á myndinn. Hlaðnir grjótveggir á svæðinu og saltfisknum sem er þarna til breiðslu. Gaflinn á vaskhúsi HB, sem byggt var 1916, ber upp af burst þeirri sem er lengst t.v. á Breiðarbænum. Og þar fjær mun sjást í húsið Akur byggt árið 1873. Meðal annarra húsa sem sjást er hús Ísfélagsins til vinstri sem byggt var 1910 og þar uppaf mun vera Miðteigur / Guðrúnarkot byggt árið 1871. Einnig má sjá Akraneskirkju bera við Skarsheiði. Sömu mynd má sjá á haraldarhus.is nr. 1820

Nr: 7913 Ljósmyndari: Haraldur Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 hab00049