Akranes

Húsið lengst t.v. við Suðurgötuna lét Þórhallur Sæmundsson byggja og stendur það enn (2007). Við hlið þess er hús sem m.a. Hans Jörgensson bjó í (horfið), þá Hreiður (horfið), Leirdalur og Svanahlíð (horfið). - Ofan við Svanahlíð sést Bakkabúð, Vindás og Suðurgata 124. - Handan við Suðurgötuna sjást nokkrir "Verkamannabústaðanna" svokölluðu en þeir munu hafa verið byggðir við lok síðari heimsstyrjaldarinnar - "... um það leyti sem ég var á fermingaraldri" - eins og Skúli heitinn Þórðarson sagði mér f.hl. ársins 2007

Nr: 5074 Ljósmyndari: Jóhannes Gunnarsson Tímabil: 1950-1959 jog00064