Akranes

Næst okkur t.v. er "gamli" Krókur áður en Sigríður og Hákon Björnsson byggðu "sinn Krók" á sama stað. Þetta hús var þá flutt að Gröf í Skilmannahreppi. Reyndar breyttu Sigríður og Hákon gluggaskipan á vesturhlið "þessa gamla Króks" (Sjá þessa mynd og eldri mynd hússins nr 4842) - Hægra megin upp af Króki, handan Krókatúns, eru Sandar (Krókatún 2) en húsið var stundum einnig kallað “Ljósuhús” eftir Guðrúnu ljósmóður, sem hér var ljósmóðir á undan Þuríði, konu Bjarna Theódórs, sjúkrahússráðsmanns. - Rakarastofu Hinriks Bjarnasonar ber til hægri við Ljósuhús og stendur við Vesturgötu 57. - Húsið sem ber handan við rakarastofuna er nú (2007) smíðahús FVA. - Húsið sem virðist umlykjast þessum fjórum húsum er Arnarstaður, Vesturgata 59. Húsið fyrir miðju og næst okkur er Hvoll sem var rifinn sumarið 2007 og handan þess er "Röst" (um tíma félagsheimili Alþýðuflokksins og áður símstöð = Vesturgata 53) sem einnig var rifin sumarið 2007. Húsið með trogþakinu á horni Krókatúns og Vesturgötu (nr 55) (rétt t.v. við Röst), eru Syðri-Sandar þar sem Tómas meðhjálpari og grafari Steingrímsson bjó ásamt konu sinni, Sigríði og syni, Sigurði. - Húsið var flutt að Presthúsabraut 36 um 1955 og þar eru nú (2007) “bílastæði” fyrir vestan rakarastofuna. - Handan við Syðri-Sanda sést í "barnaskólann/gagnfræðaskólann/iðnskólann", og fjær "smáhluta af þaki og skorsteini hússins Vinaminnis”, rétt hérna megin við Akraneskirkju. Hús Þjóðleifs Gunnlaugssonar og Guðrúnar Bjarnadóttur sést handan kirkju. Vindhæli (Vesturgata 51) er mest áberandi t.h. á myndinni, byggt af Jóni Sigurðssyni. Handan þess við Vesturgötu sést í Vesturg. 50, þar sem m.a. var verslun Sigurðar Hallbjarnarsonar á neðri hæð um hríð og yfir því sést vel í þak og skorstein Haukabergs við Merkurteig 4. Bræðraborg, Skólabraut 2-4, er áberandi með hvítan gafl sinn "á milli" Vindhælis og Rastar – og svo fleiri hús við sunnanverða Skólabraut!

Nr: 4841 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1930-1949 ola00176