Myndin er tekin árið 1924. Húsið er nú sambyggt Kirkjubraut 4. Sigurður Halldórsson og Jónína Margrét Guðmundsdóttir reistu þetta húsið. Þau áttu sex börn: Guðmundur f. 24. júlí 1894, fórst í sjóslysi 1938; Guðjón f. 31. desember 1897, dó úr spönsku veikinni 1918; Matthildur f. 30. júlí 1901, giftist til Hafnarfjarðar; Svanlaug f. 2. júlí 1902, giftist Þorgeiri Jósefssyni á Akranesi sem átti Þorgeir og Ellert; Halldór f. 3. janúar 1916, fórst 19 ára gamall með Field Marshall Robertsson í Halaveðrinu mikla 1925; Sigurjón f. 19. ágúst 1909, giftist Þóru Pálsdóttur frá Reykjavík. Sigurjón og Þóra voru kaupmenn hér á Akranesi, hann oft kallaður Siggi í Siggasjoppu. Sigurður Halldórsson lést 1936 og Jónína Margrét lést 1952. Að Akbraut hafa einnig búið Sigurjón Sigurðsson og Þóra Pálsdóttir, Steinn Helgason og Klara Svavarsdóttir og síðar Sonja Pétursdóttir