Vesturgata 40

Þetta hús hefur verið kallað Læknishúsið og lét Ólafur Finsen héraðslæknir byggja það árið 1896 fyrir sig og konu sína Ingibjörgu Ísleifsdóttur. - Það er Ólafur sem sést standa við innganginn að biðstofu sinni sem var inn af glugganum næst Ólafi. - Læknastofa hans inn af næsta glugga. Aðalinngangur að neðri hæðinni, íbúð Ólafs, var um "stærri dyrnar" en úr forstofunni þar var einnig innangengt t.h. inn á læknastofu Ólafs. Inngangur að efri hæðinni (en henni var líklega bætt við húsið um 1930) var þarf sem nú (2008) er aðalinngangur hússins. Myndin er tekin a.m.k. fyrir árið 1947 því að þarna er ekki hafin bygging Vesturgötu 42. Húsið var í eigu Antons Sigurðar Agnarssonar og Ernu Bjarkar Markúsdóttur frá 1994 til ársins 2007. Húsið er nú (2008) í eigu Önnu Maríu Pálsdóttur og Vilbergs Johannessonar.

Efnisflokkar
Nr: 25956 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949