Víkingur AK 100 aftur á veiðar
Sunnudagurinn 28. febrúar 2010 landar Víkingur AK 100 loðnu á Akranesi. Hrognafrysting er á fullu þarna, loðnuna að hafa fyrir Vesturlandi og því stutt á miðin. Skipstjóri á Víkingi er Magnús Þorvaldsson og Sigurður Villi Guðmundsson er yfirvélstjóri. Sá síðarnefndi hefur haldið skipinu í fyrsta flokks ástandi og tilbúnu að láta úr Akraneshöfn með stuttum fyrirvara ef eftir því er kallað. Reyndar hefur Víkingur ekki verið gerður út til veiða síðan á árinu 2008 en skipið fór þó tvær ferðir til Færeyja í fyrrasumar og flutti síldarafla þaðan til vinnslu hér á landi.
Efnisflokkar
Nr: 39479
Tímabil: 2010-2019