Löndun úr Guðmundi ST 55
Löndun úr Guðmundi ST 55 við bryggju í Lambhúsasundi, veturinn 1944. Báturinn var gerður út frá Akranesi á vetrarvertíð 1944 og á honum var einn Akurnesingur, Alfreð Kristjánsson á Stað. Skipverjar frá vinstri: Bjarni Guðbjörnsson (1913-1988) stýrimaður frá Hólmavík, Stefán Jónsson (1921-1999) 2. vélstjóri frá Hólmavík, Albert Ingimundarson (1889-1967) háseti frá Hólmavík, Gunnar Guðmundsson (1907-1976) skipstjóir frá Hólmavík og Alfreð Kristjánsson (1925-2011) vélstjórii frá Stað á Akranesi
Efnisflokkar
Nr: 34268
Tímabil: 1930-1949