Fram, fyrsti vélbátur með þilfari á Akranesi
Súðbyrtur Fram, fyrsti vélbáturinn á Akranesi með þilfari var rösklega 12 tonna, keyptur 1906 og kom til Akraness í ársbyrjun 1907. - Bjarni Ólafsson var einn af fjórum eigendum bátsins og var ráðinn formaður á hann. - Fyrsti vélstjóri var Þórður Ásmundsson. Myndin er líklega tekin á Lambhúsasundi með Vesturflös í baksýn. Sama mynd á haraldarhus.is nr. 2944
Efnisflokkar
Nr: 34250
Tímabil: 1900-1929