Komið til löndunar á síld á Siglufirði
Þarna er Keilir GK 92, síðar AK 92 að koma til löndunar á Siglufirði sumarið 1944, skipstjóri Þórður Sigurðsson. Sigurður Bjarnason á Gneistavöllum var vélstjóri. Sigurður sagðist hætta að háfa upp síldina þegar fór að renna inn um stýrishúsgluggana.
Efnisflokkar
Nr: 57784
Tímabil: 1930-1949