Á loðnuveiðum
Áhöfnin á Heimaey VE 1 búin að fylla og er að gera sjóklárt fyrir heimstím að kveldi í lok febrúar 2001 en þá gekk loðna vestan að og inn í Faxaflóa. Magnús Þór Hafsteinsson og Friðþjófur Helgason fengu Pétur Þór Lárusson á Akranesi til að sigla með sig út á flóann með hraðbát sem hann átti og hét Háhyrningur. Þarna voru þeir daglangt við ljósmyndun og fréttaöflun, - mikið líf, mörg skip og hnúfubakar. Þegar þeir komu að Heimaey var hún við að fylla. Var þá farið um borð og tekin sjónvarpsviðtöl við karlanna fyrir fréttir RUV.
Efnisflokkar