Á loðnuveiðum

Áhöfnin á Heimaey VE 1 búin að fylla og er að gera sjóklárt fyrir heimstím að kveldi í lok febrúar 2001 en þá gekk loðna vestan að og inn í Faxaflóa. Magnús Þór Hafsteinsson og Friðþjófur Helgason fengu Pétur Þór Lárusson á Akranesi til að sigla með sig út á flóann með hraðbát sem hann átti og hét Háhyrningur. Þarna voru þeir daglangt við ljósmyndun og fréttaöflun, - mikið líf, mörg skip og hnúfubakar. Þegar þeir komu að Heimaey var hún við að fylla. Var þá farið um borð og tekin sjónvarpsviðtöl við karlanna fyrir fréttir RUV.

Efnisflokkar
Nr: 24242 Ljósmyndari: Magnús Þór Hafsteinsson Tímabil: 2000-2009 mth00046