Hrefnuskurður í Súðavík
Þessa mynd tók Helgi Daníelsson í Súðavík í lok júlí 1969, er hann var þar á ferðalagi ásamt konu sinni. Hann skrifaði grein í Alþýðublaðið um stansinn í Súðavík og birtist hún í blaðinu 5. ágúst 1969. Karl Þorláksson hét maður í Súðavík og almennt kallaður Hrefnu-Kalli. Karl hafði þá, árið 1969 stundað hrefnuveiðar í 40-50 ára, en byrjaði hann ungur að fara í slíkar veiðar með föður sínum. Á þessum tíma stundaði hann veiðar með syni sínum Kjartani. Myndin er af þeim feðgum að skera hrefnu í fjörunni í Súðavík. Þetta var ársgamall kálfur, sem vóg ein 1200 kg. og gaf af sér um 600 kg. af kjöti. Þetta var 14. hrefnan sem hann veiddi í þessari vertíð, en hafði áður mest veitt 12 dýr.
Efnisflokkar