Skipshöfn á kútter Guðrúnu frá Gufunesi

Aftasta röð frá vinstri: Guðjón Magnússon (1889-1918)  frá Miðvogi Akranesi, Sigurður Magnússon frá Miðvogi Akranesi, óþekktur, Hallgrímur Jónsson (1872-1959) Bakkagerði Akranesi, Guðlaugur Hannesson (1877-1921) Snældubeinsstöðum í Reykholtsdal og óþekktur. Miðröð frá vinstri: Óþekktur, Björn frá Eyjum í Kjós, Guðjón Ólafsson (1867-1913) frá Baldurshaga á Akranesi, Ingimundur Ögmundsson (1881-1968) Reykjavík, óþekktur og óþekktur. Fremsta röð frá vinstri: Óþekktur, óþekktur, óþekktur, Ingólfur Lárusson (1874-1963) skipstjóri úr Reykjavík, Jörgen Hansson (1881-1953) frá Merkigerði á Akranesi og óþekktur. Myndin er tekin um vorið 1905.

Nr: 31705 Ljósmyndari: Árni Thorsteinson [Á. Thorsteinson] Tímabil: 1900-1929