Skipsfélagar á mb Einar þveræring
Skipsfélagar á mb Einar þveræring í vertíðarlok 1924. Báturinn var í eigu Þórðar Ásmundssonar. Aftari röð: Kristján Guðmundsson á Breið, Einar Jónsson á Hofi, Sigurbjörn Jónsson á Blómsturvöllum, Daníel Pétursson í Halldórshúsi og Pétur Sigurbjörnsson (1900-1966) á Blómsturvöllum. Fremri röð: Hjalti Benónýsson (1895-1983) vélstjóri í Hábæ, Jóhannes Sigurðsson (1895-1981) skipstjóri á Grímsstöðum, Arthúr Eyjólfsson (1900-1978) í Bræðratungu og Bjarni Kristmannsson (1901-1976) í Albertshúsi.
Efnisflokkar
Nr: 27786
Tímabil: 1900-1929