Skipshöfn kútter Emilíu 1905

Skipshöfn kútter Emilíu haustið 1905. Aftasta röð frá vinstri: Sigurður Jónsson (1870-1906) Suðurvöllum Akranesi, Guðmundur Helgason (1870-1952) Kringlu Akranesi, Guðmundur Þorsteinsson (1856-1906) Sjóbúð Akranesi, óþekktur, óþekktur og Guðmundur Jónsson (1884-1906) Sigurstöðum Akranesi. 2. röð að ofan frá vinstri: Guðmundur Bjarnason (1883-1906) Háuhjáleigu Akranesi, Einar Tjörvason (1864-1922) Hvoli Akranesi, Guðlaugur Ólafsson (1886-) Bakka í Reykjavík, Björn Gíslason (1872-1906) skipstjóri Bakka í Reykjavík, óþekktur og óþekktur. 3. röð að ofan frá vinstri: Ólafur Ólafsson (1857-1906) Bakkabúð Akranesi, Þorsteinn Bjarnason (1888-1906) Háuhjáleigu Akranesi, Ásgeir Ólafsson (1886-1906) frá Stóru Fellsöxl, Ólafur Helgason(1886-1905) Kringlu Akranesi, Guðmundur Sveinn Kristjánsson (1891-1906) Sólmundarhöfða, óþekktur og Magnús Ólafsson (1857-1912) Bjargarsteini Akranesi. Fremsta röð frá vinstri: Hannes Ólafsson (1882-1906) frá Bráðræði á Akranesi, óþekktur, Árni Guðmundsson (1861-1906) Suðurvöllum Akranesi, óþekktur og Guðmundur Magnússon (1851-1906) Efstabæ Akranesi. 7. apríl 1906 varð eitt mesta sjóslys er um getur, þegar 69 manns fórust, þar af 24 manns af kútter Emilíu. Í vestan afspyrnuveðri er skall snögglega yfir fórust þrír kútterar, Ingvar, Emilía og Sofie Wheatley en þeir voru allri gerðir út frá Reykjavík. Kútter Emilía var gott skip og vel búið, 81 smálest og eigandi var Th. Thorsteinsson útgerðarmaður í Reykjavík.

Nr: 32632 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929