Myndir frá Axelsbúð

Verslun Axels Sveinbjörnssonar. Yddari og nótuhilla. Yddarinn hefur hugsanlega verið frá upphafi verslunar í húsnæðinu og hillan líka. Nótur voru handskrifaðar með blýanti. Fyrir neðan má sjá rekkann með viðskiptamannabókum þar sem hver bókstafur átti sína hillu. Stærstu viðskiptavinirnir áttu sér bækur t.d. HB= Haraldur Böðvarsson og Co. og Sementsverksmiðjan átti sína bók í hólfi merktu U.

Efnisflokkar
Nr: 25522 Ljósmyndari: Ragnheiður Jósúadóttir Tímabil: 2000-2009 raj00027