Fyrsta sundkeppnin á Akranesi haldin 1912

Myndin hér að ofan er frá fystu sundkeppni, sem sögur fara af Akranesi. Keppni var háð í Lambhúsasundi (lóni) haustið 1912 og vegalengdin 50 metrar. Þátttakendur voru frá Ungmannafélagi Akraness og Umf. Haukur í Leirársveit. Frá vinstri: Sveinn Guðmundsson (1859-1938) hreppstjóri í Mörk, Hákon Halldórsson. (1873-1951) skipstjóri á Hofteig á Akranesi (Fluttist til Reykjavíkur 1917), Magnús Guðmundsson, Efstabæ, Árni Böðvarsson (1888-1977) frá Vogatungu Leirársveit, Júlíus Ólafsson Geldingaá í Leirársveit, Oddur Sveinsson (1891-1966) í Brú, Ólafur Kristjánsson (1893-1977) í Mýrarhúsum, Gísli Samúelsson Deild á Akranesi, Stefán Ólafsson Bakkakoti á Akranesi, Ágúst Sigurðsson (1894-1960) Geldingará og Hervald Björnsson kennari og dómari í keppninni.

Efnisflokkar
Nr: 13591 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1900-1929 oth00865