Frá komu dansks stúlknaflokks Höje Taastrup til Akraness

Myndin er af liði danska félagsins Höje Tåstrup Idrætsforening en þjálfari þess var Jón R. Runólfsson (lengst til vinstri) síðar formaður ÍA og lið ÍA í neðri röðinni. Danska liðið heimsótti Akraness sumarið 1973 og er myndin tekin að loknu hraðmóti sem að fór fram á olíumalarvellinum á Jaðarsbökkum, aðrir þáttakendur í mótinu voru lið Breiðabliks og Vals. Danska liðið fór síðan til Akureyrar og Húsavíkur og léku við lið KA og Völsungs. Jón Rafns Runólfsson (1945-) þjálfaði danska liðið í fjögur ár. Í neðri röð frá vinstri eru : Gyða Baldursdóttir, ?, Margrét Guðjónsdóttir, ?,?, Brynja Halldórsdóttir, ?, ?.

Efnisflokkar
Nr: 13588 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1970-1979 oth00862