Helgi, Haukur og Kristinn

Sennilegt að þessi mynd hafi verið tekin á Landsmóti í golfi á Strandarvelli við Hellu. Það er Helgi Biering Daníelsson (1933-2014), sem er að taka við skorkorti úr hendi Kristins Bjarnasonar Skagamanns, að leik loknum. Milli þeirra stendur Haukur Baldvinsson, fyrrum garðyrkjubóndi í Hveragerði, síðar búsettur á Hvolsvelli og einn af forvígismönnum Golfklúbbs Hellu og heiðursfélagi þar. Helgi og Haukur voru starfsmenn mótisins. Haukur er látinn fyrir nokkrum árum, en m.a. þess sem hann vann fyrir golklúbbinn, var að hann gróðursetti um 10 þúsund trjáplöntur á golfvellinum, sem í fyrstu voru litlir græðlingar, en í dag eru sum hver orðin myndarleg tré, sem eru til mikillar prýði. Það má að lokum geta þess, að þau Ingibjörg Pálmadóttir og Haraldur Sturlaugsson keyptu að honum látnum, hús hans á Hvolsvelli.

Nr: 12372 Ljósmyndari: Árni S. Árnason Tímabil: 1980-1989 skb01820