Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu í Reykjavík

Stjórnarráðshúsið er veglegt hús sem stendur við Lækjargötu í Reykjavík. Í því er forsætisráðuneytið til húsa. Forsaga hússins er sú að þann 20. mars 1759 gaf Danakonungur út úrskurð um að byggja þyrfti tugthús á Íslandi. Var það að undirlagi Skúla Magnússonar „fógeta“. Bygging hófst tveim árum seinna og var húsið tilbúið veturinn 1770-1. Hegningarhúsið, sem alvanalegt var að nefna Múrinn, varð við það helsta tukthús Íslands. Fanga í hegningarhúsinu nýtti Skúli Magnússon sem vinnuafl fyrir Innréttingarnar. Í sömu mund var lagður skattur á fasteignir og kúgildi til fangahalds (Tukthústollurinn), og var óvinsæll meðal alþýðunnar. Tugthúsið var lagt niður árið 1816. Árið 1904 tók fyrsta íslenska ráðuneytið til starfa í húsinu, og síðar stjórnarráðið, sem húsið heitir eftir, 1918. Við Stjórnarráðshúsið var íslenskur þjóðfáni dreginn fyrst að hún. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Nr: 40260 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949