Steypa Vesturgötu 1961

Vesturgata steypt árið 1961. Húsið til vinstri er Halldórshús. Steypuvél sem notuð var við verkið var smíðuð hjá Þorgeiri og Ellert . Pétur Jónsson (Pétur prests) kom þar mikið við sögu. Hér eru menn greinilega að draga vélavirkið eftir Vesturgötu framhjá gatnamótum Bakkatúns og Vesturgötu í átt að húsinu Frón sem sést til vinstri en var rifið fyrir um 15 árum síðan. Það var merkilegt hús fyrir margra hluta sakir. Meðal annars var þar sunnudagaskóli um árabil og þar fékk maður að syngja kristilega söngva fullum hálsi og fá svo í verðlaun ógleymanlegar biblíumyndir og stjörnur í bók fyrir mætingu.

Efnisflokkar
Nr: 16102 Ljósmyndari: Ólafur Frímann Sigurðsson Tímabil: 1960-1969 ofs00096