Vesturgata steypt - Efri-Lambhús - Albertshús - Halldórshús - Ráðagerði o.fl

Myndin er tekin nálægt því sem Bárugata liggur í suður frá Vesturgötu. Næst okkur t.v. er Vesturgata 25, byggð af Magnúsi Gunnlaugssyni og rifin sumarið 2007. Því næst kemur Bíóhöllin, Halldórshús og það sést í Frón (Vesturg. 35). Einnig sést aðeins í Grund "nýrri", (Vesturg. 47) sem virðist hérna standa aðeins út í Vesturgötuna. T.h. eru Efri-Lambhús (horfin fyrir nokkru) og Albertshús (Vesturg. 24), Því næst er húsið að Vesturg. 26 sem er við neðanvert horn Háteigsins og handan Háteigs við Vesturgötuna er Ráðagerði sem síðar var flutt og varð Vesturg. 24b. Einnig sést fjærst í Vesturgötu 40, Læknishúsið. Frá vinstri: er: Baldur Ármann Magnússon (1944-)

Efnisflokkar
Nr: 16076 Ljósmyndari: Ólafur Frímann Sigurðsson Tímabil: 1960-1969 ofs00070