Bátar í Akraneshöfn - 1952

Báturinn t.v. á myndinni er Sigurfari AK 95. Á myndinni má einnig sjá eitt af steinsteyptu kerunum sem notað var við hafnargerðina. Þessi ker voru notuð við innrásina í Normandí. Filman er framkölluð 20. apríl 1952. Báturinn Sigurfari AK 95 var eikarbátur smíðaður á Akranesi 1940. 61 brl. 160 ha. Alpha dísel vél. Fyrstu eigendur voru Bergþór Guðjónsson og Sigurður Þorvaldsson frá 29. jan. 1940. Báturinn var seldur 19. nóv. 1958 Fiskiveri hf. Akranesi. Báturinn var aftur seldur og þá til Vestmannaeyja 1963 og fékk nafnið Sæbjörg VE 56. Seldur til Sandgerðis 1975 og fékk þá nafnið Sigrún GK 380. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 29. mars 1982.

Efnisflokkar
Nr: 25053 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1950-1959 bar00985