Bátar í Akraneshöfn - 1944
Báturinn til hægri er Sigurfari AK 95. Eikarbátur smíðaður á Akranesi 1940. 61 brl. 160 ha. Alpha dísel vél. Eigendur voru Bergþór Guðjónsson og Sigurður Þorvaldsson frá 29. jan. 1940. Báturinn var seldur 19. nóv. 1958 Fiskiveri hf. Akranesi. Báturinn var aftur seldur og þá til Vestmannaeyja 1963 og fékk nafnið Sæbjörg VE 56. Seldur til Sandgerðis 1975 og fékk þá nafnið Sigrún GK 380. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 29. mars 1982. Myndin er tekin 14. apríl 1944.
Efnisflokkar