Víðir MB35 - 1943
Víðir MB 35, síðar AK 95 var smíðaður á Akranesi 1943, var nokkur ár í ferðum milli Akraness og Reykjavíkur, hét síðast Mánatindur SU 95, talinn ónýtur 1965. Víðir var eikarbátur, 104 brl., smíðaður á Akranesi 1943 fyrir Víði hf. á Akranesi. Veturinn 1943-44 var skipið í póstferðum við Norðurland milli Akureyrar og Sauðárkróks með viðkomu á höfnum þar á milli og í Grímsey. Síðan var hann í sömu ferðum milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness til ársins 1947. Seldur í júní 1949 til Reykjavíkur og breytt í fiskiskip. Í desember 1952 var Víðir síðan seldur til Djúpavogs. 1957 var nafni bátsins breytt og hét hann eftir það Mánatindur SU 95. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1965. Myndin er tekin í nóvember 1943.
Efnisflokkar