Hafnarsvæði
Þessi mynd er tekin í Reykjavíkurhöfn. Gullfoss er lengst til hægri á myndinni (Miðbakka) og einn þríburanna liggur við Austurbakka. Svokallaður "þrílembingur" fyrir miðri mynd er M.s Dettifoss. Hin skipin voru M.s Goðafoss og M.s Lagarfoss. Svokölluð lensport voru ekki eins á skipunum þremur og getur fólk sem hefur aðgang að myndum af þessum skipum skoðað muninn, en fyrir þá sem áhuga hafa á að vita hvernig Dettifoss var frábrugðinn systurskipunum tveimur, gangvart lensportum, er vert að benda á ganginn miðskipa til á móts við landgangsstæðið. Framan við landgangsstæðið var lensport á bæði Goðafossi og Lagarfossi, en á þessari mynd er greinilega ekki um slíkt að ræða. Sem sagt: M.s Dettifoss á mynd.
Efnisflokkar