Akranesviti

Akranesvitinn, sem byggður var á árunum 1943–1944 eftir teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings, en tekinn í notkun 1947, er 22,7 m á hæð, sívalur kónískur turn úr steinsteypu og ljóshúsið er sænskt. Stoðveggir, átta talsins, ganga út frá sökkli. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en hefur nú verið kústaður með ljósu þéttiefni. Ljóstæki eru ensk og vegna seinni heimsstyrjaldarinnar varð dráttur á afhendingu þeirra sem seinkaði því að vitinn yrði tekinn í notkun. Gasljós var í vitanum í byrjun, magnað með 500 mm katadíoptrískri linsu, en árið 1956 var hann rafvæddur. Texti af sjominjar.is <brMinnismerki um Hafmeyjarslysið er á Suðurflös eftir listamanninn Bjarna Þór Bjarnason og var afhjúpaður árið 1998. Minnismerkið var reist til minningar um 11 manns sem fórust með sexæringnum Hafmeyjunni árið Þar á meðal voru fimm systkini frá bænum Kringlu og þrír bræður frá Innsta-Vogi.

Efnisflokkar
Nr: 11072 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 2000-2009 eik00057