Sjósettur í Lambhúsasundi

Þessi mynd er tekin 1963 þegar verið er að sjósetja nýsmíði nr. 11 hjá Þorgeir og Ellert hf. Þetta er Páll Pálsson GK 360 smíðaður úr eik árið 1963 fyrir Pál Pálsson í Sandgerði. Skipið var síðar selt til Bolungarvíkur til útgerðar Einars Guðfinnsonar hf. Skipið fórst í Ísafjarðardjúpi 5 febr. 1968 og með því 6 menn. Þetta er stærsta tréskip sem smíðað hefur verið á Akranesi

Nr: 52472 Ljósmyndari: Hendrik Kristinn Steinsson Tímabil: 1960-1969