Sigurður Ak 107

Sigurður AK 107 var smíðaður í Danmörku árið 1960, fyrir þá Ólaf Sigurðsson, Þórð Sigurðsson og Einar Árnason á Akranesi. Í maí 1965 var báturinn seldur til Vestmannaeyja. Þessi mynd er því tekin einhver tímann upp úr 1960, og til þess er hann fór til Eyja. Sjá má það á annarri mynd hér á vefnum sem sýnir aftan á skut skipsins og er það skráð á Akranesi. Síðast hét báturinn Bergþór og var gerður út frá Keflavík. Þar fékk hann í skrúfuna, rak upp í kletta og eyðilagðist. Tekinn af skrá í mars 1973

Efnisflokkar
Nr: 12088 Ljósmyndari: Rafn Sigurðsson Tímabil: 1960-1969 raf00046