Auður djúpúðga HÚ 12, frá Skagaströnd
Báturinn Auður djúpúðga HÚ 12 frá Skagaströnd. Báturinn var 10 lestir að stærð. Báturinn fórst í ofsaveðri í mars 1961, með tvo menn innanborðs, þegar hann var á leið vestur yfir Húnaflóa. Báturinn var á leið frá Skagaströnd til Akraness en Karl Sigurðsson frá Akranesi hafði fest kaup á bátnum.
Á myndinni eru Jón Jósepsson og Jósep um borð í M/B Auði djúpúðgu HÚ 12.
Efnisflokkar
Nr: 49383
Tímabil: 1960-1969