Við höfnina

Óli Valur Steindórsson, (Steindórs á Háteig) núverandi forstjóri Atlantis Group. Steindór undirritaði, 13.09.2005, samning við Daito Gyorui í Japan, sem er stærsti fiskmarkaðurinn í Tókýó og sá annar stærsti í heimi. Samningurinn snýst um kaup Japana á fiski frá Atlantis næstu fimm árin, aðallega eldisfiski eins og laxi og túnfiski. Nemur andvirði samningsins um 40 milljörðum jena, eða rúmum 22 milljörðum króna, þannig að um umfangsmikil viðskipti er að ræða. Davíð Oddson var viðstaddur undiritunina í Japan. Atlantis er fjölþjóðlegt fiskeldis-og fisksölufyrirtæki með starfsstöðvar í 14 löndum en höfuðstöðvar eru á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í eldi og sölu á laxi og túnfiski. Það er þriðjungi í eigu Óla Vals Steindórssonar en aðrir eigendur koma m.a. frá Japan og Ástralíu. Þá á Íslandsbanki 15% hlut. Ég held að ég sé nokkuð öruggur að myndin sé af Óla Val. Þarna er Óli Valur staddur inn í beitningaskúr HB&CO.

Efnisflokkar
Nr: 7668 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 1980-1989 frh01124