Ingólfsfjörður árið 1933

Frá vinstri: Óþekktur, óþekktur, Benedikt Valgeirsson (1910-2000) einn af stofnendum Verkalýðsfélags Árneshrepps 1935 og óþekkt Menn við vinnu á síldarplani hjá Ólafi Guðmundssyni á Ingólfsfirði í Strandasýslu Tostisenbragginn í baksýn og var hann fluttur frá Hjalteyri 1918. Hann var kjallari, hæð og ris. Guðjón Guðmundsson tók kjallaran á leigu 1920 og rak þar verslun til 1936 að missir aðstöðuna. Ólafur Guðmundsson leigði Tostisenstöðina frá 1932 til 1935 þegar Egill Ragnars og Karvel Jónsson ná henni af honum. Þeir stækkuðu planið og byggðu svokallað Lagerhús. Ólafur bjó í íbúð sem var í vesturenda hússins.

Nr: 26179 Ljósmyndari: Hansína Guðmundsdóttir Tímabil: 1930-1949