Niðursuðuverksmiðjan - Salthúsið

Myndin er tekin "upp eftir" - með niðursuðuverksmiðju HB o.fl. á hægri hönd og salthús HB o.fl. á vinstri hönd. Myndin sýnir þegar verið er að undirbúa að fara með beitta línu niður að höfn fyrir HB bát. Myndin er tekin við Breiðargötu neðan við Niðursuðuverksmiðjuna þar sem beitningarskúrar HB voru. Á móti má sjá salthús HB. Myndin er tekin þegar trébalar voru enn notaðir.

Efnisflokkar
Nr: 24415 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1950-1959 bar00555