Síldarmjölsverksmiðjan

1937 - Eitt fyrsta almenningshlutafélag landsins, Síldar- og fiskimjölsverksmiðja Akraness, var stofnað þetta ár. – Alvarlegt ástand og atvinnuhorfur voru til umræðu á Akranesi um þessar mundir og hreppsnefnd lét kjósa nefnd til úrlausnar á atvinnumálum kauptúnsins. Úr varð m.a. að á almennum fundi í Báruhúsinu var ákveðið að stofna og starfrækja Síldar- og fiskimjölsverksmiðju á staðnum og svo fór að hún varð fyrsta verksmiðjan við Faxaflóa sem gat einnig unnið nýja síld. Hluthafar urðu um 180 og í fyrstu stjórn verksmiðjunnar voru kosnir Ólafur B. Björnsson, formaður, Haraldur Böðvarsson, varaformaður og Sveinbjörn Oddsson. – Haraldur Böðvarsson tengdist því þessu fyrirtæki nær frá byrjun og varð síðar m.a. framkvæmdastjóri þess og á stundum stjórnarmaður. Sturlaugur sonur hans var framkvæmdastjóri frá 1944 til 1961 er Valdimar Indriðason tók við.

Nr: 4836 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1950-1959 ola00163