Röst - Vesturgata 53

Húsið Röst var á horni Vesturgötu og Krókatúns. Eitt sinn símstöð og pósthús. Póstkassi við aðalinnganginn. Skjöldurinn vinstra megin við dyrnar er merki Pósts og síma. Þetta mun vera "þriðja" (eða var það hið fjórða?) símstöðvarhúsið á Akranesi. Í hornglugganum eru (líklega/hugsanlega?) Gíslína Magnúsdóttir (ekkja Óla Arnar) og Sigurborg Sigurjónsdóttir, mamma Karls og Sigurjóns Sighvatssona og eitt sinn eiginkona Sighvats Karlssonar, sonar Karls símstöðvarstjóra og Frú Ástu, eins og hún var löngum nefnd. T.v. sést í Vindhæli og t.h er Krókur.

Efnisflokkar
Nr: 4832 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1950-1959 ola00159