Sparisjóðurinn (Ásbyrgi)

Sparisjóðurinn við Skólabraut. Brotið niður þegar Landsbankahúsið var reist. Þetta hús var alltaf kallað Ásbyrgi. Í Æviskrám Akurnesinga, III. bindi, bls. 67 segir svo um föður Guðrúnar: Jóns Jónsson, f. 18. júlí 1865, d. 16. mars 1940 segir m.a. : Flutti til Akraness 1909, bjó í Ásbyrgi 1918-1933 o.s.frv. Jón rak verslun í þessu húsi og síðar Óðinn S. Geirdal. Síðar var þar Sparisjóðurinn. Meðal barna Jóns var Guðrún Jónsdóttir, sem síðar var kona Óðins Geirdal og bjuggu þau á árum áður efri hæð hússins. Þegar Helgi Daníelsson ræddi við Guðrúnu fyrir nokkrum árum, sagði hún honum að húsið hefði aldrei heitið Ásbyrgi, heldur Ásberg. Síðan rakst Helgi á umslag, sem innihélt bréf frá Steinólfi Geirdal í Grímsey, föður Óðins. Á það umslag var skrifað: Hr. Óðinn Geidal, Ásbergi, Akranesi. Ég tel það því rétt og veit það raunar, að húsið hafi heitið ÁSBERG, segir Helgi Daníelsson.

Efnisflokkar
Nr: 4821 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1960-1969 ola00139