Skíðaskálinn í Hveradölum

Skíðaskálinn í Hveradölum er skíðaskáli sem stendur í Hveradölum suðvestan við Reykjafell við rætur Hellisheiðar. Skíðafélag Reykjavíkur reisti skálann 1934 og átti hann til 1971 þegar Reykjavíkurborg keypti hann. Frá 1985 varð skálinn í einkaeigu. Að kvöldi sunnudagsins 20. janúar 1991 brann hann til kaldra kola en nýr skáli í svipuðum stíl var síðan reistur á sama stað og tekinn í notkun 4. apríl árið eftir. Þar er nú rekið veitingahús. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Nr: 46767 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1930-1949