Andakílsárvirkjun í byggingu
Þarna er verið að byrja á aðrennslisröri sem veitir vatninu inn í virkjunina. Maðurinn sem er lengst til vinstri er Olle Mörk frá Boxholm í Svíþjóð. Hann kom á vegum verksmiðjunnar úti sem sá um vélbúnaðinn í virkjunina, til að stjórna uppbyggingu á einhverjum hluta virkjunarinnar. Hann var líklega fæddur árið 1907, dáinn 1. nóvember 1999 í Boxholm.
Efnisflokkar
Nr: 28376
Tímabil: 1930-1949