Bræðraborg, Skólabraut 2-4

Bræðraborg, Skólabraut 2-4. Húsið var reist árið 1930 sem verslunarhús til að hýsa verslun bræðranna Sigurðar og Daníels Vigfússona, þ.e. Verslunina Bræðraborg sem þar var til ársins 1934. Fáeinum árum seinna er búið að skipta jarðhæðinni í tvennt og voru alllengi reknar tvær verslanir á jarðhæðinni af ýmsum aðilum. Sláturfélag Suðurlands hóf verslunarrekstur í húsinu 1936 og var þar uns húsið var selt Andrési Níelssyni 1945. Tvær íbúðir voru á efri hæðinni. Sennilega er húsið nýreist á þessari mynd.

Efnisflokkar
Nr: 16538 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 oth01103