Húsið næst okkur t.h. tilheyrði lagerhluta Axelsbúðar sem stóð á horni Suðurgötu og Hafnargötu, "skáhallt handan Hafnargötu" - á móti bensínstöð OLÍS. Innakstursdyr á hliði fyrir neðan Axelsbúð lágu inn í geymsluport og neðan þessarar innakstursleiðar var húsið fyrir "Perlugerðina" á vegum HB. - Síðar mun hafa verið beitt þarna. Einnig var beitt í aðstöðu handan götunnar og stundum kölluðu gárungar þá beitningaraðstöðu "Ölver". Húsið með tvílitu framhliðinni - og lægri byggingin neðanvert við það - tilheyrðu "sláturhúsi" um tíma. Neðst við Suðurgötuna, við horn Bárugötu, var hús í eigu Þórðar Ásmundssonar. - Það rétt sést í efsta hluta austurgaflsins á Niðursuðuverksmiðjunni yfir þessu húsi Þórðar Ásmundssonar (Handan við Bárugötu). Bræðrapartur, í fjarska rétt við Breiðina, sést rísa "stakur" yfir hluta þaks niðursuðuverksmiðjunnar. Mest áberandi "þverveggurinn handan Axelsbúðar" tilheyrir íshúsi HB frá 1929 við Bárugötu - og rétt t.h. við það sést aðeins í skrifstofur HB - á þessum tíma - handan Bárugötu. Áhugavert kann að vera að sjá á mynd nr 7082 að nokkru húsaskipan handan götunnar á sínum tíma.