Nýja bílastöðin Kirkjubraut

Einhver hlýtur að þekkja þessa bíla og eigendur þeirra. Hér er mín fátæklega ágiskun í von um að mér fróðari einstaklingar gefi sig fram. Í fyrsta lagi: Árið er að öllum líkindum 1960. Bíllinn lengst til vinstri er De Soto, árg. 1959 eða 1960. Mig minnir að Guðmundur trésmíðameistari í Baldurshaga hafi átt þannig bíl, en hann átti það til að bregða sér í leiguakstur ef mikið lá við (ellegar að ládeyða var í tréverkinu). Bíllinn í miðið (þriðji frá vinstri og/eða hægri) er Chevrolet eins og sá sem Jói á Bakka átti. Hans bíll var gulur og hvítur, en þessi virðist dekkri. Það voru 3 svona „Sjevrar“ á Skaganum um þessar mundir og einn þeirra var rauður og hvítur.

Efnisflokkar
Nr: 8930 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1960-1969 ola00845