Karlakórinn Svanir
Gengið frá Kollafjarðarneskirkju Frá vinstri: Bjarni Aðalsteinsson (1931-), Gíslína Vilborg Sigursteinsdóttir (1922-2008) og Friðný Guðjónsdóttir Ármann (1928-) Kollafjarðarneskirkja stendur utarlega við norðanverðan Kollafjörð á Ströndum á fallegum stað. Eftir að gömlu timburkirkjurnar að Felli í Kollafirði og Tröllatungu í Kirkjubólshreppi voru lagðar niður og sóknirnar sameinaðar, var ný kirkja úr steinsteypu byggð árið 1909 miðsvæðis í sókninni. Kirkjan var reist á einu sumri á Kollafjarðarnesi og vígð þann 5. september. Hún er elsta steinsteypta hús í Strandasýslu sem enn stendur og er friðuð.
Efnisflokkar
Nr: 52366
Tímabil: 1960-1969